Banani

sunnudagur, apríl 24, 2005

Sumarfílingur í gangi

Hæhæ ohh hvað ég er í miklu sumarskapi alveg að missa mig sko.... það er svo gott veður úti að mér langar mest til að leggjast í sólbað. En nei ég er að fara vinna upp í HK á eftir svo það tekur því varla.

Í gær fór ég bíó á Sahara, mjög fín mynd og ég skemmti mér ágætlega var reynar pínu þreytt og næstum sofnuð yfir auglýsingunum :P

En vá ég var að vakna upp við illan draum það eru bara tvær vikur í prófin :$ og ég er ekkert byrjuð að læra. Ætla samt að fara að leyta að öllum gömlu glósunm og fara að lesa þær yfir, verð að fara lesa smá fyrir þessi próf.

En annars er ekki mikið að frétta í dag á þessum sólríka sumardegi :Þ

Kv Jónína Sif

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar!!!!

Gleðilegt sumar allir saman....
Nú styttist í allt, til að mynda eru samræmdu alveg að koma en við skulum ekki hugsa um það. Ég á afmæli eftir 54 daga og ég fer til svíþjóðar eftir 73 daga og svo Canada eftir 83 daga.... þannig að sko vá sumarið er komið :Þ

En eins og á sumrin þá á maður að vera í góðu skapi og það er þannig núna er í alveg klikkað góðu skapi samt var próf í dag (gær) og mér gekk ekkert svaka vel en samt það er sumardagurinn fyrsti það hlýtur að vera skýringin.

En allvega er að fara gera eitthvað annað en að blogga og ætla að skemmta mér vel á morgunn (í dag)

Syngjandi sumar kveðja frá mér og ég bið að heils þér...

mánudagur, apríl 18, 2005

Banani

Góðan daginn, jæja nú er veturinn bara næstum búin bara nokkrir dagar eftir og þá kemur sumarið með sól og hita, úff hvað ég hlakka til. En samt ekki því það styttist óðum í samræmdu og það er ekkert voðalega sniðugt sko, það eru núna 13 skóladagar í fyrsta prófið!!! :/
En vonadi mun mér ganga vel.... en til þess þá þarf ég að fara mæta í aukatímana sem ég hef verið mjög löt við að gera, enda komin sumar fílingur í stelpuna.

En ég ætla að fara að reyna að læra eitthvað þessir kennarar hafa það eitt að markmiði að setja svo mikla heima vinnu á okkur að þeir geti pottþétt gefið okkur punkt...

Zúla er hérna ennþá fórum uppí Sólheimakot á sunnudaginn á svona
schafer dag sem var mjög gaman þar var verið að kynna ýmislegt tengt tegundinni og þar voru þrjú af systkinum hennar Zúlu og það var sko ekkert smá stuð þegar þau komu saman aftur Zúla, Zleggja, Zmile Nökkvi, og Zú Bettý og svo allir hinir hundarnir sem voru þarna. Zúla var alveg búin á því þegar við komum aftur heim :Þ

Kv Jónína
p.s finnst ykkur að ég eigi að breyta einhverju á síðunni?

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Banani

Banani
Hæ hæ úff það er næstum vika síðan ég bloggaði síðast, sem er ekki nógu gott. En já... Zúla er hérna í pössun, sem er náttla bara gaman :D Enda er hún yndisleg...

En annars er það að frétta að ég ætla að skreppa í bíó í kveld sem er gott og ég vil minna all þá sem lesa að commenta og ekki bara sem Anonymous nema þið skrifið ykkar nafn undir það er svona skemmtilegara en ef þið þorið því ekki eða nennið ekki or whatever þá skrifði bara nafnlaust, þið um það...

En blogga meira seinna þarf að halda áfram að stygbreyta sagnorð sem er ágætt; fall féll féllum fallið, bjóð bauð buðum boðið -ýkt gaman...

Heyri í ykkur og les commentin... kv Jónína Sif

föstudagur, apríl 08, 2005

Árshátið

Hæ jæja í gær var síðasta árshátiðin mín meðan ég er í grunnskóla, það var mjög gaman og mikið stuð hjá öllum, allir að dansa og hafa gaman.

Síðustu daga hef ég verið að undir búa árshátiðina með því að skreyta og gera allt klárt ásamt örðum úr nemendaráðinu, starfsfólki MEKKA og krökkum sem eru duglegir... Það hefur kannski ekki verið neitt voðalega gaman en samt alltaf gaman að sjá árangur og sjá breytinguna á salnum, sem er sko ekki lítil.

En ég var í góðum fíling og er alveg slatta þreytt núna enda kom ég ekki heim fyrr en kl 2:00 í gærkvöldi, tveimur tímum eftir að árshátiðin var búin því ég var að hjálpa til við að gera kennsluhæft í skólanum og síðustudaga hef ég verið endalaust mikið uppí skóla að gera reddý, þannig að ég er pínu fegin að þetta sé búið en samt ekki....

En já meira er það ekki í dag, er að fara út að hlaupa kl 16:00, 8 hringi á kópavogsvelli, ojj hvað ég nenni rosalega ekki að fara hlaupa en sjáum til.

Kv Jónína Sif

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Schafer Baby....

hæhæ... er með MASSA fréttir... það er nánast 100% að það komi schafer hundur eða reyndar tík inn á heimilið og það á föstudaginn. Tíkinn sem umræðir heitir Sleggjubeina Zúla Zif í ættbók og ég er ekki viss hvort ég lati það standa.

Jæja ekki fleira að sinni læt ykkur vita hvað verður... og sendi myndir seinna

mánudagur, apríl 04, 2005

Dagurinn lengir en áður???

Hæhæ þá er skólavikan byrjuð enn eina ferðina. Alveg ótrúlegt sko.

Annars þá var ég að lesa í einhverju blaði um að sólarhringurinn hefði lengst eftir jarðskjálftana 26. des og var glöð með það að þeir hefðu nú gert það að verkum að ég gæti farið að sofa lengur og svona eins og gengur þá vantar alltaf nokkra klukku tíma í viðbót til að maður nái að klára allt sem þarf að klára. Síðan fór ég að kafa dýpra í textan og nei nei.... allar mínar vonir sem höfðu kviknað furðu fljótt urðu að engu. Sólarhringurinn lengdist um alveg næstum því 1 nanósek. Sem er svo lítil eining að hún skiftir ekki máli í lífi venjulegs fólks.

Ég var að koma heim af æfingu áðan og á æfingunni vorum við með blöðrur og áttum að slá þær áfram. Blaðran mín hélt að hún væri gas blaðra og var þess vegna alltaf ótrúlega lengi í loftinu og fór bara upp og aftur á bak en ekki áfram, það var klikkað pirrandi...

En ég þarf að fara að læra alveg hellingur að læra heima í dag eins og bara alltaf.

Kv Jónína Sif og veitið athygli hversu margir hafa kíkt á síðuna síðan fyrir stuttu þegar þessi teljari var settur upp ;Þ

laugardagur, apríl 02, 2005

Hæhæ jæja þá eru logsins komin helgi aftur... Alveg ótrúlega merkilegt sko.
Merkilegt hvað maður er stundum fyrirhyggju samur t.d í kvöld þá var ég að fara á æfingu og var frekar sein þannig að ég ákveða að fara á línuskautum, sem er ekki gáfulegt þar sem ekki er enn búið að sópa flestar stéttar, en allt í lagi áður en ég fer út hugsa ég, ætli það sé ekki best að hafa skó með mér ef það skyldi fara að rigna... Svo ég treð skónum ofan í íþróttatöskuna og bruna út. Það líða svona tvær mín og það byrjar að snjóa, plús það að ég komst ekkert hratt þar sem gangstéttirnar sem ég fór voru eins og sandkassar.

Í dag fór ég líka að kaupa mér árshátiðar föt var mjög einföld og ákvað að kíkja í Zöru og viti menn ég fann eitthvað sem mér líkaði, þe svart pils og svartur bolur, mjög einfalt.

En fáið ykkur súkkulaði köku því þær eru góðar, og heyrumst hress seinna!