Banani

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Busalingur

Nú er vika síðan skólinn byrjaði, er það ekki magnað? Maður er svona farin að þekkja andlit og segja hæ og vera með óstöðvandi kjaftagang í tímum... Svona allt að koma. Hins vegar eru götin ekkert spes því að ég held að það séu nánast engir nýnemar á náttúrufræðibraut, t.d erum við bara fjögur af 24 sem eru með mér í náttúrufræði fædd '89 þannig að þegar ég er í gat þá eru voðalega fáir nýnemar sem maður er farin að þekkja líka í gati. En já svona er að vera BUSI :Þ ekki á morgun heldur hinn erum við busalingarnir að fara í þórsmörk í busaferð. Það verður örruglega ýkt gaman, einhverjir 150-170 krakkar! Síðan styttist í busadaginn þar sem við verðum vígð inní skólan... hann er á miðvikudaginn eftir viku.

En heyja jósa ég er að fara í tíma íslenska 103 rúllar!
Kveðja

0 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home