Banani

mánudagur, apríl 04, 2005

Dagurinn lengir en áður???

Hæhæ þá er skólavikan byrjuð enn eina ferðina. Alveg ótrúlegt sko.

Annars þá var ég að lesa í einhverju blaði um að sólarhringurinn hefði lengst eftir jarðskjálftana 26. des og var glöð með það að þeir hefðu nú gert það að verkum að ég gæti farið að sofa lengur og svona eins og gengur þá vantar alltaf nokkra klukku tíma í viðbót til að maður nái að klára allt sem þarf að klára. Síðan fór ég að kafa dýpra í textan og nei nei.... allar mínar vonir sem höfðu kviknað furðu fljótt urðu að engu. Sólarhringurinn lengdist um alveg næstum því 1 nanósek. Sem er svo lítil eining að hún skiftir ekki máli í lífi venjulegs fólks.

Ég var að koma heim af æfingu áðan og á æfingunni vorum við með blöðrur og áttum að slá þær áfram. Blaðran mín hélt að hún væri gas blaðra og var þess vegna alltaf ótrúlega lengi í loftinu og fór bara upp og aftur á bak en ekki áfram, það var klikkað pirrandi...

En ég þarf að fara að læra alveg hellingur að læra heima í dag eins og bara alltaf.

Kv Jónína Sif og veitið athygli hversu margir hafa kíkt á síðuna síðan fyrir stuttu þegar þessi teljari var settur upp ;Þ

6 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home