Banani

föstudagur, september 09, 2005

Busun og ball!

Hæhæ, þá er maður búin að taka sér frí einn dag í skólanum útaf kvefi! ohh ég er að deyja úr kvef pirring...

En svona til að vera skemmtileg þá ætla ég að monta mig að tölvu kunnáttu minni. Ég náði stöðuprófi í unt 102 !!! sem þýðir að ég þarf ekki að mæta í þessa leiðilegu tíma oftar, aldrei!!! En fékk reyndar smá hjálp fyrir prófið....

Svo var busaballið á miðvikudaginn!!! Það var bara mjög fínt að og ýkt skemmtilegt nánast allan tíman, er með mar eftir pinna hæl á ristinni það var t.d ekkert voða gaman! En allvega ballið var haldið á Pravda og Sálin spilaði og söng. Uppi voru svo dj-ar og allt troðið þar og fólk að fríka yfir teknó og rappi.
Sem betur fer þurfti ég ekki að mæta í skólan fyrr en 13:00 daginn eftir annars hefði ég sennilega bara dáið úr þreytu! því þegar ég kom í skólan var fólk sofandi í öllum sófum og fram á borðin, meira að segja uppí tölvuveri.

En fyrr um daginn var busunin! um kl 10:00 vorum við busarnir sóttir í tíma og látnir skríða útum allan skólan og síðan var okkur skift í hólf á gólfinu kvk, kk og hk. Þar vorum við vætt með vatni og fólk látið synga og húlla og alskonar skemmtileg heit. Síðan var farið út og við látin drekka ógeðslegan drykk *hrollur* síðan fórum við í brekkuna á bakvið skólan, þar var búið að rúlla niður plasti og bleyta vel með vatni og sápu, reyndar var búið að bleyta allt frekar vel, slökkvuliðið mætti sko á svæðið og sá til þess. Allvega þegar við vorum búin a renna niður þessa blautu brekku áttum við að klifra upp á háan pall af brettum sem var búið að vefja inní plast og bleyta með vatni og sápu. Hoppa niður af því og skríða undir neti ganga á einhverri spýtu og labba í sunlaug! Jább við vorum orðnir nett blautir busar og fengum pylsur og gos þegar þetta var búið og fengum frí það sem eftir var dags til að þvo okkur og gera okkur sæt fyrir ballið!

kv Jónína sif

7 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home