Banani

sunnudagur, október 23, 2005

Allt gott að frétta!

Hæ það er kannski spurning um að blogga smá, veit að ég hef ekkert verið neitt alltof dugleg enda ekki skrýtið þar sem það er nóg að gera að vera í skóla, vinna eiga hund og hvolp, vera í handbolta eiga vini og svo framvegis...

En allvega, þá gengur allt bara rosalega vel hérna og María tekur litlu Rökkurdís ofsalega vel, Rökkurdís má svoleiðis hanga í eyrunum á henni og hopa á hana og ég bara veit ekki hvað og hvað :Þ María virðist allvega vera að hafa rosalega gott af þessu og er farin að leika sér miklu meira en hún gerði, núna eftir að hvolpurinn kom.

Ég er komin með svaka mynda síðu þar sem eru myndir af Hundum, Mynda albúmið

En ég ætla að fara að koma mér í að gera eitthvað annað...

kv Jónina, María og Rökkurdís dekur dós

mánudagur, október 10, 2005

Hún er komin heim!!!!

Hæhæ þá er skvísi pæin komin til mín hún Sólskinsgeisla Nætur Rökkurdís. Hún er ÆÐI! Ofsalega sæt og mikð fín. Henni gengur ágætlega að læra að pissa og kúka úti. Henni finnst alveg skemmtilegast að leika með bangsan sinn og reynda að ná svínseyranu af Maríu og hennar helsti draumur er að komast upp í stólinn til Maríu...
Þeim semur var vel og ég held að þetta komi til með að ganga eins og í sögu:Þ

En ætti ég ekki að leyfa ykkur að sjá nokkarar myndir?


Að naga beinið sitt

Fallegust

Standa fín

Hvolpa andlit

Hvolpur!


Er hún ekki sætust!!! Litli Border Terrier hvolpurinn minn??

Kv Jónína Sif

þriðjudagur, október 04, 2005

Blogg tími?

Já vá það er orðið svolítið langt síðan ég blogggaði síðast en það er líka svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til að vera neitt að hanga í tölvunni. En núna er ég hins vegar í gati og ætla þess vegna að tjá mig örlítið.

Ég vakna klukkan 6:30 á hverjum morgni til að fara í skólan og er svo í skólanum yfirleitt til 16:20, 15:15 eða 12:40. Ykkur langar ykkur að vita meira? Skólinn er fínn og alveg mógó stór ég er til dæmis núna í einhverju tölvu veri sem ég vissi ekki að væri til! pælið í því, haha...

Síðan eru náttla alltaf æfingar af og til og ég er oft alveg í mestu vandræðum að komast á réttum tíma því ég er svo lengi í skólanum.

Það var hundasýning um helgina í reiðhöllinni í Víðidal, hún var ofsalega flott þrír sýningar hringir og alles. Ég var að sýna smá en aðalega að vinna. Bæði undir búining og taka saman. Ég sýndi Schafer, pug, am.cocker og átti að sýna breton en hann var á sama tíma og cockerinn...
Ég fékk CACIB á lúðvík og við vorum í 2 sæti í grúbbu. Voða fínt.

Síðan er það stóra fréttin!!! Ég er að fara fá Border terrier hvolp. Mamma og pabbi hafa loksins samþykkt annan hund á heimilið :P Hún kemur sennilega í aðlögun í vikunni og kemur svo alveg í kringum 12 okt því þá er ég í vetrarfríi. Það eru myndir af skvísunni inn á www.dyraland.is/dyr/36138

Kveðja Jónína Sif