Banani

föstudagur, janúar 20, 2006

Tæland...

... kópavogi.


Áðan eftir skóla skrapp ég með múttu í kjallaran í engihjalla þar er búið að koma upp tælenskri verslunarmiðstöð, fatabúð, skartgripabúð, matvöruverslun og ég veit ekki hvað og hvað. Allstaðar eru tælendingar að afgreiða eða réttara sagt standa tvær og tvær saman og babla eins og ég veit ekki hvað sín á milli. Síðan inn á milli kemur ,,Eg geta aðstoð þú”

Ég fer þarna inn í matvörubúðina og er eitthvað skoð kókoshnetur þá kemur afgreiðslu konan og fer að benda og pota eitthvað og ég skil ekki neitt fyst svo fer hún að sína mér hvernig eigi að vinna þessar kókoshnetur tekur allt þetta loða utan af og klífur hana og sýnir mér svo hverni eigi að ná kókosnum innan úr. Talar og hlær og ég skil ekki neitt í neinu.

Svo nær hún í aðra og segir mér að gera slíkt hið sama. Ég byrja eitthvað að remast þetta þangað til að hún rétti mér hnífinn þá gekk þetta betur og allt í einu sat ég á einhverjum dvergakolli pínu litlum og lágum og er að skrapa innan úr kókoshnetunni og á meðan stendur hún yfir mér og talar við mig á tælensku eins og ég ætti að skilja allt, síðan sneri hún sér reglulega að hinum sem voru að horfa segir eitthvað og allir hlægja, kannski ekki skrýtið að sjá ofvaxna klaufska unglingsstelpu sitja á kolli sem er svo lágr og lítill að hún kemst ekki fyrir. Ég var samt að fíla mig nokkuð vel enda sagði hún líka að ég væri duglega stelpa, ,,dugleg elskan” en ég enda náttla á aðskera mig og hætti. Þá var ég búin að hreinsa innan úr heilli hnetu, voða dugleg stelpa. Hún vildi fá að eiga kókosinn sem ég gerði.

Konan segir mér þá að það sé námskeið hjá sér á næsta laugardag og er alltaf að spyrja hvort ég vilji koma. Þegar ég komst loksins út þá var ég með fullan poka af kókoshnetum til að föndra úr! Ég er ekki ennþá alveg búin að átta mig á afhverju en kannski ég farið að gera eitthvað sniðugt úr þeim...

En samt skemmtilegt að kíkja þarna niður og ég mæli með því að allir kíki.

Voða gaman gaman já!

Kveðja Jónína tæja

fimmtudagur, janúar 12, 2006

CRUFTS

Jæja þá er það ákveðið!!! Ég er að fara á Crufts með alveg stórum hóp af fólki í mars nk. Það verður svo gaman að ég er að deyja úr spenning. Ég er alveg búin að safna fyrir ferðinni og er bara að safna spreð peningum núna :P það verður án efa verslað fult :D

Annars þá er skólinn bara komin á fullt, stundaskráin mín er ágæt er reyndar til 16:20 alla daga nema föstudaga og 3 göt en fæ að sofa aðeins út á mánudögum. Ég er með 21 einingu.

Á morgun er ég að fara á námskeið í skálholti og gisti eina nótt það verður örruglega fínt. Fullt af ágætlega skemmtilegu fólki að fara.

En annars þá er voða lítið í fréttum og ég held ég láti þetta bara nægja!

Kveðja.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Jólakort

Jæja!

Jólin eru að nálgast með ógnarhraða og ekkert sem getur stoppað þau og heldur engin ástæða til þess. Eða hvað? Er kannski ekki kominn tími til þess að við stöldrum aðeins við og lítum í kringum og okkur og slökkum aðeins og á í stressinu?

Fékk þetta sent í pósti og langaði að deila þessu með ykkur og vonandi áfram sendið þið þetta.

En svo er það pæling í sambandi við þessi jólakort sem streyma í tugatali inná heimili fólks um þessar mundir. Hver er tilgangurinn?

Kæri jón/ kæra fjölskylda

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum liðið/takk fyrir liðnu árin

Gunna og Benni/Fjölskyldan ....

Ég sat áðan inní eldhúsi með mömmu og pabba þar sem þau og ég kepptust við að skrifa jólakortin. Ég gafst upp þegar ég var búin að skrifa fáein, enda blasir tilgangurinn í þessu ekki við mér. Ég hafði á þessum stutta tíma skrifað kort til fjölda fólks sem ég þekki lítið sem ekki neitt og myndi eflaust ekki þekkja það þó ég mætti þeim í smáralindinni fyrir jólinn á harðahlaupaum að remast við að kaupa síðustu gjafirnar.

Við höfum líka, nú þegar, fengið alveg heilan helling af jólakortum og þegar ég les þau yfir stend ég mig oft að því að spyrja annað hvort mömmu eða pabba ,,hver er þetta eiginlega?"

Afhverju erum við að remast við að skrifa jólakort til fólks sem við nennum ekki að hafa samband við, eða höfum ekki tíma fyrir á öðrum tíma ársins?

Væri ekki ráð að fara eyða jólunum með stór fjölskyldunni í stað þess að sitja heima og remast við að skrifa jólakort, drífa þau í póst og vona að viðtakandinn taki ekki eftir því hversu illa þau eru skrifuð, afþví að það þurfti að drífa þetta af?

Jólinn eru tími fjölskyldurnar er það ekki?

Kveðja Jónína Sif

föstudagur, nóvember 25, 2005

Bretland?

Hæhæ,

Héðan er allt gott að frétta ég er bara í skólanum á daginn og gaman að geta þess að ég á bara tvo skóladaga eftir og prófin og þá er ég búin með fyrstu önnina!!! Þarf reyndar að fara í 6 próf fyrst en vá, allvega að verða búin og jólafríið er svo nálægt að maður finnur bara lyktina af því.

Rökkurdís dafnar voða vel og er bara alltaf að verða sætari og sætari :D Rosalega dugleg að leika sér og bara algert æði. María skemmtir sér konunglega með henni og þær leika sér eins og vitleysingar allan daginn og Rökkurdís er svo þreytt á kvöldin að hún getur varla labbað :P

Á morgun er Laugarvegs gangan og ég hvet alla til að mæta í hana það verður rosalega gaman og eins á ballinu um kveldið!

Svo er maður kannski bara á leiðinni á Crufts!!! Með Hönnu og Helga, það verður þá í mars á næsta ári... úfff hvað það verður gaman.

En er farinn á klukkuna og svo til Ingunnar með Sólveigu,

Heyrumst bæ

sunnudagur, október 23, 2005

Allt gott að frétta!

Hæ það er kannski spurning um að blogga smá, veit að ég hef ekkert verið neitt alltof dugleg enda ekki skrýtið þar sem það er nóg að gera að vera í skóla, vinna eiga hund og hvolp, vera í handbolta eiga vini og svo framvegis...

En allvega, þá gengur allt bara rosalega vel hérna og María tekur litlu Rökkurdís ofsalega vel, Rökkurdís má svoleiðis hanga í eyrunum á henni og hopa á hana og ég bara veit ekki hvað og hvað :Þ María virðist allvega vera að hafa rosalega gott af þessu og er farin að leika sér miklu meira en hún gerði, núna eftir að hvolpurinn kom.

Ég er komin með svaka mynda síðu þar sem eru myndir af Hundum, Mynda albúmið

En ég ætla að fara að koma mér í að gera eitthvað annað...

kv Jónina, María og Rökkurdís dekur dós

mánudagur, október 10, 2005

Hún er komin heim!!!!

Hæhæ þá er skvísi pæin komin til mín hún Sólskinsgeisla Nætur Rökkurdís. Hún er ÆÐI! Ofsalega sæt og mikð fín. Henni gengur ágætlega að læra að pissa og kúka úti. Henni finnst alveg skemmtilegast að leika með bangsan sinn og reynda að ná svínseyranu af Maríu og hennar helsti draumur er að komast upp í stólinn til Maríu...
Þeim semur var vel og ég held að þetta komi til með að ganga eins og í sögu:Þ

En ætti ég ekki að leyfa ykkur að sjá nokkarar myndir?


Að naga beinið sitt

Fallegust

Standa fín

Hvolpa andlit

Hvolpur!


Er hún ekki sætust!!! Litli Border Terrier hvolpurinn minn??

Kv Jónína Sif

þriðjudagur, október 04, 2005

Blogg tími?

Já vá það er orðið svolítið langt síðan ég blogggaði síðast en það er líka svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til að vera neitt að hanga í tölvunni. En núna er ég hins vegar í gati og ætla þess vegna að tjá mig örlítið.

Ég vakna klukkan 6:30 á hverjum morgni til að fara í skólan og er svo í skólanum yfirleitt til 16:20, 15:15 eða 12:40. Ykkur langar ykkur að vita meira? Skólinn er fínn og alveg mógó stór ég er til dæmis núna í einhverju tölvu veri sem ég vissi ekki að væri til! pælið í því, haha...

Síðan eru náttla alltaf æfingar af og til og ég er oft alveg í mestu vandræðum að komast á réttum tíma því ég er svo lengi í skólanum.

Það var hundasýning um helgina í reiðhöllinni í Víðidal, hún var ofsalega flott þrír sýningar hringir og alles. Ég var að sýna smá en aðalega að vinna. Bæði undir búining og taka saman. Ég sýndi Schafer, pug, am.cocker og átti að sýna breton en hann var á sama tíma og cockerinn...
Ég fékk CACIB á lúðvík og við vorum í 2 sæti í grúbbu. Voða fínt.

Síðan er það stóra fréttin!!! Ég er að fara fá Border terrier hvolp. Mamma og pabbi hafa loksins samþykkt annan hund á heimilið :P Hún kemur sennilega í aðlögun í vikunni og kemur svo alveg í kringum 12 okt því þá er ég í vetrarfríi. Það eru myndir af skvísunni inn á www.dyraland.is/dyr/36138

Kveðja Jónína Sif