Banani

föstudagur, janúar 20, 2006

Tæland...

... kópavogi.


Áðan eftir skóla skrapp ég með múttu í kjallaran í engihjalla þar er búið að koma upp tælenskri verslunarmiðstöð, fatabúð, skartgripabúð, matvöruverslun og ég veit ekki hvað og hvað. Allstaðar eru tælendingar að afgreiða eða réttara sagt standa tvær og tvær saman og babla eins og ég veit ekki hvað sín á milli. Síðan inn á milli kemur ,,Eg geta aðstoð þú”

Ég fer þarna inn í matvörubúðina og er eitthvað skoð kókoshnetur þá kemur afgreiðslu konan og fer að benda og pota eitthvað og ég skil ekki neitt fyst svo fer hún að sína mér hvernig eigi að vinna þessar kókoshnetur tekur allt þetta loða utan af og klífur hana og sýnir mér svo hverni eigi að ná kókosnum innan úr. Talar og hlær og ég skil ekki neitt í neinu.

Svo nær hún í aðra og segir mér að gera slíkt hið sama. Ég byrja eitthvað að remast þetta þangað til að hún rétti mér hnífinn þá gekk þetta betur og allt í einu sat ég á einhverjum dvergakolli pínu litlum og lágum og er að skrapa innan úr kókoshnetunni og á meðan stendur hún yfir mér og talar við mig á tælensku eins og ég ætti að skilja allt, síðan sneri hún sér reglulega að hinum sem voru að horfa segir eitthvað og allir hlægja, kannski ekki skrýtið að sjá ofvaxna klaufska unglingsstelpu sitja á kolli sem er svo lágr og lítill að hún kemst ekki fyrir. Ég var samt að fíla mig nokkuð vel enda sagði hún líka að ég væri duglega stelpa, ,,dugleg elskan” en ég enda náttla á aðskera mig og hætti. Þá var ég búin að hreinsa innan úr heilli hnetu, voða dugleg stelpa. Hún vildi fá að eiga kókosinn sem ég gerði.

Konan segir mér þá að það sé námskeið hjá sér á næsta laugardag og er alltaf að spyrja hvort ég vilji koma. Þegar ég komst loksins út þá var ég með fullan poka af kókoshnetum til að föndra úr! Ég er ekki ennþá alveg búin að átta mig á afhverju en kannski ég farið að gera eitthvað sniðugt úr þeim...

En samt skemmtilegt að kíkja þarna niður og ég mæli með því að allir kíki.

Voða gaman gaman já!

Kveðja Jónína tæja

5 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home