Banani

miðvikudagur, júní 29, 2005

Sýningin

Hæhæ loksins fer ég að blogga!
Um helgina var hundasýning og það gekk ágætlega. Áföstudeginum var ég að keppa í ungum og lenti í þriðja með hana Elsu (pug) í fyrsta sæti var Ágústa með american cocker spaniel, Öðru Rakel með boxer, ég með pug í þriðja og Þorbjörg með írskan setter í fjórða. Schafer hvolparnir voru sýnir eða allveg nokkrir og besti schafer hvolpurinn var hún Zik Zak Zandra sem er alveg ótrúlega mikið fín og falleg. Á laugardags morgun strax klukkan 9:00 byrjaði svo schaferinn og þriðja besta tíkin var sleggjubeina Akira og fjórða Sleggjubeina Argintæta (Arrý). Önnur besta tík var Baroness og besta tíkin var Assa. Zello vann rakkana en tapaði um besta hund teg á móti Össu, öllum að óvörum enda er hún með mjúk eyru (detta alltaf niður og þannig) og Zelló bara í alla staði mikið fallegri hundur. Til dæmis þá fékk Assa bláan á síðustu sýningu...
Á sunnudeginum var Pug og gekk það vel Gyða Sól fékk sitt fyrsta meistara stig! og tapaði fyrir Elsu um bestu tík. Ég sýndi Lúðvík og okkur gekk mjög vel við unnum Elsu og fórum í Grúppu og unnum hana með stæl :P og fórum svo í best in show en náðum ekki sæti.

Á laugardeginnum fórum við stelpurnar út að borða á American style og það var bara rosalega gaman.

En ekki meira í bili kv Jónína sem er að fara til útlanda eftir fjóra daga.

laugardagur, júní 18, 2005

Við Jón bara bæði búin að eiga afmæli..

Hæhæ jæja þá er maður orðinn 16.ára loksins eftir sextán ára bið. Ég fékk fult af gjöfum og það var rosa góð kaka í boði. Þið sem gleymduð að gefa mér pakka getið komið með hann milli 17-24 alla vikra daga.

Annars þá er ekki mikið að frétta nema ég er með 17 spor í hausnum, það var semsagt verið að taka tvo fæðingarbletti og annar var frekar stór og það þurfti að sauma 12 þar og nokkur inní, og svo var einn minni sem var bara 5 spor. Ég er eins og kjáni með plástra á hausnum og má ekki reyna á mig í tvær vikur!!!(ein vika eftir) Halló ég er að fara til svíþjóðar að keppa eftir tvær vikur! þannig að ég næ að æfa í viku fyrir svíþjóð...

Í gær á 17.júní þá var ég bara heima fyrri part dags lá í sólbaði og eitthvað (halló, ég lá í sólbaði á 17.júní!) og fékk meira að segja smá far. Síðan seinni partinn fór ég til Helga því hann átti afmæli. Um kvöldið fór ég síðan með Jóhönnu Rut og Drésa niður í bæ og vorum við bara að rölta um og hittum fult af fólki og vorum með, Telmu, JR, Æbba, völu, sveppa, JM og bara einhverjum fult og það var bara rosa gaman. Síðan kom Jóhanna með mér heim og við horðum á tellan langt fram eftir nóttu en samt einilega bara ég því hún sofnaði.

En meira er það ekki að sinni.
Kv Jónína Sif

sunnudagur, júní 12, 2005

Hvað á maður að velja?

Hæhæ, vá hvað það er langt síðan ég bloggaði, það hefur allavega ýmislegt gerst. Nú í fyrstalagi þá er ég hætt í grunnskóla og framhaldsskóli blasir við. Það er samt aðal samt aðal vandamálið þessa dagana ég veit neflilega ekki í hvaða skóla ég ætla. Mig langar í MH og í FÁ og ég veit ekki alveg hvort ég vil velja svo annað ég veit ekki hvort mig langi á félagsfræðibraut eða náttfr. ég er nokkuð vissum að það sé skemmtilegra í félagsfræðinni en samt sem áður er ég ekki viss um að það sé það sem mig langi. Úff þetta er erfitt svo veit ég ekki hvað að þriðja tungumál mig langar að læra; Frönsku, spænsku eða Þýsku.

En ég verð að fara að ákveða mig því umsóknar fresturinn er til 14.jún enn þá á eg einmitt afmæli, 16 ára pía!

Kv Jónína Sif

sunnudagur, júní 05, 2005

Hlaupa garpurinn ég

Jæja þá er maður bara að klára grunnskólan !!!! Útskriftin er á miðvikudaginn og þá erum við laus. Ætli maður muni sakna skólans? ég meina, þúst maður hefur farið þangað á hverjum morgni eða svo til í 10.ár...?

Í gær samt eiginlega fyrradag(á föstudaginn sem sagt) fór ég ekkert voða seint að sofa en hugsaði samt að á morgun skildi ég sofa út í orðsins fylstu merkingu. Svo vakna ég og hvað haldið þið að klukkan sé ? hún er 9:40! Pabbi var þá komin út og byjaður að skrapa málingu af glugganum mínum! Ég var ýkt pirruð og gargaði eitthvað á hann svo hann hætti á glugganum mínum og fór að vesenast eitthvað annað sem fram kallaði alveg jafn mikinn hávaða, en ég náði samt að sofan aftur. Klukkan 10:30 byrjuð þessi líka læti og ég bara vissi ekki hvað var í gangi. Var þá Helgi ekki kominn og var að bróta innan úr veggnum á baðinu! urrg hvað ég var pirruð en ég ætlaði að sofa út þannig að ég vafði sænginni yfir hausinn og reyndi að deifa hljóðið. Svo náði ég að sofan aftur í smá stund eða þanngað til 10:40 þá byrjaði Helgi aftur. En með einskærri þrjósku lá ég í rúminu og hálf svaf til 11:40 en þá fékk ég nóg og fór fram og var ýkt fúll í svona 5.mín útaf þessu. Þá fattaði ég að það var geðveikt gott veður úti og fór í gott skap.

13 km... Á föstudaginn var ég ýkt dugleg. Ég fór út að labba með Maríu um hádegið og svo kl 3 fór ég að sækja Jóhönnu Karen til dagmömmunar en hún býr í breiðholti. Jóhanna var æst að fá að halda í Maju sína og hélt í hana allan tíman og spjallaði við hana... *ýkt sætt* Síðan þegar við komum heim fórum við út og fórum að taka til í kofanum sem endaði með því að ég var komin með garðslönguna að smúla kofan að innan. Síðan fór ég á æfingu. Ég og Brynja mættum einar kl 5 og fórum af stað, við áttum sem sagt að hlaupa niður í hamaraborg og til baka!! Svo þegar við komum aftur og þá áttum við að hlaupa tvo litla hringi. Þegar það var búið héldum við að við værum búnar enda vorum við orðnar nett þreyttar. En nei yndið hún Díana lét okkur hlaupa annan hring niður í Hamraborg og það á tíma!!! VÁ! hvað þetta var erfitt mig langaði mest að leggjast í jörðina og gráta eða eitthvað bara, allvega hætta að hlaupa en ég hélt samt áfram og loksins þegar við komum að Digró aftur þá var ég orðin svo tilfinnigar laus í fótunum að ég flaug bara áfram, og þegar ég stoppaði gat ég varla staðið í lappirnar. En vá hvað ég var samt ánægð að hafa klárað þetta. Við hlupum seinni hringinn á 16 mín sem er ágætt. Alls var þetta hlaup 7,1 Km og svo um daginn var ég búin að labba einhverja 6 km allvegana. Samtals voru þetta þá 13km...

En ég held ég fari að fara að sofa og setja mér það markmið að ná að sofa út í fyrramálið :D

Bið að heilsa að sinni.
Kv Jónína Sif

P.s ég á afmæli eftir 9 daga !!!!!