Banani

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Busalingur

Nú er vika síðan skólinn byrjaði, er það ekki magnað? Maður er svona farin að þekkja andlit og segja hæ og vera með óstöðvandi kjaftagang í tímum... Svona allt að koma. Hins vegar eru götin ekkert spes því að ég held að það séu nánast engir nýnemar á náttúrufræðibraut, t.d erum við bara fjögur af 24 sem eru með mér í náttúrufræði fædd '89 þannig að þegar ég er í gat þá eru voðalega fáir nýnemar sem maður er farin að þekkja líka í gati. En já svona er að vera BUSI :Þ ekki á morgun heldur hinn erum við busalingarnir að fara í þórsmörk í busaferð. Það verður örruglega ýkt gaman, einhverjir 150-170 krakkar! Síðan styttist í busadaginn þar sem við verðum vígð inní skólan... hann er á miðvikudaginn eftir viku.

En heyja jósa ég er að fara í tíma íslenska 103 rúllar!
Kveðja

mánudagur, ágúst 29, 2005

Myndir

Við erum svooo sætir
Knús!!!!


Við erum bestu vinir í öllum geiminum
Erum við ekki mikið fínir?



hæhæ, bara að prufa að setja inn myndir af sætu strákunum mínum. Kristjón Örn og Sleggjubeina Zveppaskuggi.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Skólinn

Hæhæ, ég er í skólanum á leiðinni í ensku en ákvað að stoppa við í tölvuverinu og blogga smá.

Þessu fyrstu dagara hafa bara verið góðir, svona þegar maður er farin að rata í stofurnar og þannig. Ég lenti neflilega í smá vandræðum fyrsta morguninn enda hef ég bara komið hingað tivsvar áður, til að ná í stunda skrá og skóla kynningu en þá fórum við bara inn í eina stofu því það voru próf. Allvega þá er ég hérna kl 8:10 á fullu að leita af stofunni en nei ég get bara ekki fundið hana. Þá ákveð ég að bara spyrja einhvern og í því kemur maður labbandi. Ég stoppa hann og spyr hvar A13 sé. Hann horfir á mig eins og ég sé bara eitthvað klikkuð og ég verð eins og asni og stama eitthvað, já ég held hún heiti það... Hann horfir á mig í smá stund og segir svo "Þú stendur fyrir framan hana" þá stóð ég beint fyrir framan stofuna og á hurðinni stóð A13 svo þegar ég opna hurðinna er það fyrsta sem ég sé vel fullorðin kona, ég lít á þá sem situr við hliðina á hennig og þar er önnur kona, þá lít ég aftast í stofuna og þar situr svo 25-27ára gamal gaur í leður jakka og illa úldin. Ég fer inn í stofuna en er alveg viss um að ég hljóti að vera á vitlausum stað. En eftir smá stund fara jafnaldrar mínir að streyma inn, mikill léttir fyrir mig!

En ég þarf að drífa mig í Ensku

See ya

Jónína Sif

laugardagur, ágúst 20, 2005

Menning í bakarameistaranum

Það er kannski ágætt að fara að tjá sig. En í kvöld hef ég ekki verið að fá menningu reykjarvíkurborgar beint í æð. Nei heldur sat ég heima. Reyndar fór ég og keyftir mér Bragaref með Jarðaberjum, bounty, og þrist og náði þannig að klára alla þá þörf fyrir menningunni í reykjavík á kvöldi sem þessu. Nei reyndar er þetta ekki satt, mig langar alveg slatta mikið niður í bæ, og var ég að enda við að tala í síman við Huldu en hún og Sunna og fleira fólk eru að skemmta sér ýktað vel og voru að spyrja hvort ég vildi ekki koma og vera með í stuðinu, en nei eins og kannski einhverjir vita þá er ég ekki með bílpróf og nenni ómögulega að fara að taka strædó niður í bæ, en samt langar mig! Reyndar er ég að fara að vinna á morgun þannig að það er kannski gáfulegra að hanga heima en að vera nirðrí bæ, en skít með það.

Vinnan, já kannski að ég komi með smá brot úr vinnunni, en í dag var svo mikið að gera að við höfðum varla tíma til að fá okkur kaffi. Það var endalaust af fólki. Svo eru sér þarfir fólks alveg ótrúlegar... ég var að afgreiða konu og hún vildi langloku. ,,Geturu tekið eggið í miðjunni?" (þetta var sem sagt langloka með eggjum og grænmeti og ég átti bara að taka einn eggjar bita í burtu...) ,,Viltu setja sósuna í þríhyrning?" Síðan vildi hún kaffi.. ,,Ég ætla að fá svart kaffi með mjólk, viltu hella mjólkinni í miðjan bollan?" ,,Getur sett kaffið í frauðbolla" (Ég var sem sagt búin að setja kaffið í venjulegan take away bolla, en ég gerði eins og hún bað) ,,Viltu hella kaffinu í take away bolla og setja sykur? (ég var sem sagt búin að hella kaffinu úr take away bolla í frauðbolla og þá þurfti ég aftur að hella kaffinu yfir í take away bolla)
Jámm svona er fólk skrítið...

Sterk appelsína.

Kv Jónína Sif

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Heima er bezt??

Jæja þá er maður komin heim. Eftir að hafa verið samtals 4.vikur í útlöndum...
Ég er samt ekkert í skýjunum yfir því. Það er rigning og rok hér, ýkt kalt og hráslaðalegt, meðan það er bara sól í canada. En það verður bara að hafa það þó að ísland sé ekki annars staðar t.d við miðbaug. Síðan segir líka máltakið ,,Heima er Bezt" en ég er ekki að gleypa alveg við því þó svo að ég sé ánægð með að vera farin að sofa í rúminu mínu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferðalag. Fyrst vorum við náttla í san fransisco og svo fórum við yfir til north vancover þar sem brósi býr. Þar gerðum við bara flest sem er skemmtilegt t.d Fór ég í æðisgengið tívolí og vatsrennibrauta garð, síðan var borðað, farið í moll, útí sveit, og bara allt. Ég gleymdi reyndar verslunar æðinu heima þannig að ég keyfti ekki mikið, fékk mér reyndar iPod og gemsa og ponku lítið af fötum og náði að eyða alveg helling aðalega útaf ipodum og símanum. Síðan er maturinn þarna endalaust góður og maður var alltaf að fá sér eitthvað djúsí. Síðan var ég ferkar dugleg við að smakka fullt af nýju nammi, og nýja drykki. Eiginlega allt sem ég smakkaði var með kanilbragði en það er nýjasta æðið hjá mér, ég tugði Big Red og annað svipað kanel tyggjó, fékk mér kanel kjálkabrjót, át kanel nammi og burstaði tennunar upp úr kanel tannkremi alveg þanngað til að hún Jóhanna Karen ákvað að reyna þrífa klósettið með því. Hún verður alltaf meira og meira krútt og er farin að tala alveg fullt núna. Henni fynnst æði að fikta í hárinu mínu og skipar mér að setjast svo hún geti gert mig fína. Kristjón situr bara og borsir og lætur fólk kikna í hnáliðunum, horfir á það með bláustu augum sem til eru og lætur mestu herfur brosa. Gummi og Amy urðu mjög góðir vinir þó þau geti nánast ekkert talað saman því hann talar bara íslensku og hún bara ensku. Luke er sterkasta barn í heimi, hann er ótrúlegur.

En nóg í bili.
Kveðja Jónína Sif
(nínó?!, NÍNÓ!, nína!... MAMMA! (Jóhanna Karen að kalla á mig))

P:S
Ég keyfti nýju Harry Potter bókina og las hana þarna úti, hún er bara frekar góð og gaman að segja frá því að loksins gerist eitthvað virkilega merkilegt. Einhver deyr og einhver drepur, sumir eru heimskir og aðrir í fílu, gamlar minningar eru rifjaðar upp og nú-tíminn gleymist, árið líður hratt og merkilegar ákvarðanir eru teknar, ástinn blómstrar en svo kemur haust.
Þetta var bókin í hnotskurn og þarf ekki að lesa meira. Reynar er komin heima síða með áfalla hjálp fyrir einlæga Potter aðdáendur sem urðu fyrir áfalli þegar var drepið og dáið ég bara get ekki sett slóðina inn því þá myndi ég segja frá því mikla leyndar máli. En ætli þetta hafi ekki ákveðinn tilgang allt saman. Alvega held ég að þetta hafi orðið að vera svona svo vinnur okkar Potter gæti sýnt sig og staðið sjálfur í næstu bók sem verður jafn framt sú síðasta.