Banani

þriðjudagur, september 06, 2005

Þórsmörk Busaferð

Jæja, þá er það þórsmerkurferðin!

Um kl 9:00 var lagt af stað til Þórsmerkur í busaferð. Þetta voru uþb 160 manns sem fóru, nokkrir kennarar, nemendafélgaið og nýnemar. Þegar við vorum alveg að komast á áfangastað þá festist rútan sem ég var í útí miðri Krossá! Þarna vorum við föst í tæpan klukku tíma og máttum ekkert gera annað en að sitja og bíða, meðan vatnsborðið hækkaði stöðugt fyrir utan rútuna og vatnið flæddi inn. Það var orðið nokkuð ljóst að farangurinn væri orðin blautur og vel það. Rútan var farin að hallast ískyggilega loksins þegar hún var dregin upp af pallbíl, en áður var hann búinn að spóla heillengi.

Farangurinn var rennandi blautur!!!! Taskan mín sem var bara frekar létt þegar við lögðum að stað var orðin vel þung og blaut það bókstaflega lak úr henni og eins með svefnpokan og ekki í fyrsta skiftið sem hann festist í krossá... Ég náði sem betur fer að setja nánast allt í þurkara á svæðinu og fékk lánaða sæng og kodda.

Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og svo var drifið í hermanna leik þar sem þátttakendum er skift í sex heimsveldi sem eiga í stríði og þurfa að klára verkefni og ná lífum annarra. Þetta var rosalega skemmtilegt en erfitt því það var hlaupið upp og niður brattar brekkur í svona 2klst eða þanngað til að öll verkefnin voru búin og allir orðinir vel blautir og skítugir vegna rigningarinnar sem var komin. Sumir fóru svo í fótbolta en aðrir slöppuðu bara af. Um kvöldið var svo heljarinnar grillveisla og allir eða allvega flestir borðuð vel. Seinna um kvöldið var svo kvöldvaka sem nemendafélagið skipulagði. Hún heppnaðist vel og það var mikið hlegið og flestir skemmtu sér vel.

Um nóttina var svo vakað og kjaftað og sofið frekar lítið.

Síðan var lagt af stað í bæinn og við vorum komin í FÁ kl 16:00 allir frekar þreyttir og úldnir.

Kv Jónína Sif

0 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home