Banani

föstudagur, apríl 08, 2005

Árshátið

Hæ jæja í gær var síðasta árshátiðin mín meðan ég er í grunnskóla, það var mjög gaman og mikið stuð hjá öllum, allir að dansa og hafa gaman.

Síðustu daga hef ég verið að undir búa árshátiðina með því að skreyta og gera allt klárt ásamt örðum úr nemendaráðinu, starfsfólki MEKKA og krökkum sem eru duglegir... Það hefur kannski ekki verið neitt voðalega gaman en samt alltaf gaman að sjá árangur og sjá breytinguna á salnum, sem er sko ekki lítil.

En ég var í góðum fíling og er alveg slatta þreytt núna enda kom ég ekki heim fyrr en kl 2:00 í gærkvöldi, tveimur tímum eftir að árshátiðin var búin því ég var að hjálpa til við að gera kennsluhæft í skólanum og síðustudaga hef ég verið endalaust mikið uppí skóla að gera reddý, þannig að ég er pínu fegin að þetta sé búið en samt ekki....

En já meira er það ekki í dag, er að fara út að hlaupa kl 16:00, 8 hringi á kópavogsvelli, ojj hvað ég nenni rosalega ekki að fara hlaupa en sjáum til.

Kv Jónína Sif

3 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home