Banani

þriðjudagur, desember 13, 2005

Jólakort

Jæja!

Jólin eru að nálgast með ógnarhraða og ekkert sem getur stoppað þau og heldur engin ástæða til þess. Eða hvað? Er kannski ekki kominn tími til þess að við stöldrum aðeins við og lítum í kringum og okkur og slökkum aðeins og á í stressinu?

Fékk þetta sent í pósti og langaði að deila þessu með ykkur og vonandi áfram sendið þið þetta.

En svo er það pæling í sambandi við þessi jólakort sem streyma í tugatali inná heimili fólks um þessar mundir. Hver er tilgangurinn?

Kæri jón/ kæra fjölskylda

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum liðið/takk fyrir liðnu árin

Gunna og Benni/Fjölskyldan ....

Ég sat áðan inní eldhúsi með mömmu og pabba þar sem þau og ég kepptust við að skrifa jólakortin. Ég gafst upp þegar ég var búin að skrifa fáein, enda blasir tilgangurinn í þessu ekki við mér. Ég hafði á þessum stutta tíma skrifað kort til fjölda fólks sem ég þekki lítið sem ekki neitt og myndi eflaust ekki þekkja það þó ég mætti þeim í smáralindinni fyrir jólinn á harðahlaupaum að remast við að kaupa síðustu gjafirnar.

Við höfum líka, nú þegar, fengið alveg heilan helling af jólakortum og þegar ég les þau yfir stend ég mig oft að því að spyrja annað hvort mömmu eða pabba ,,hver er þetta eiginlega?"

Afhverju erum við að remast við að skrifa jólakort til fólks sem við nennum ekki að hafa samband við, eða höfum ekki tíma fyrir á öðrum tíma ársins?

Væri ekki ráð að fara eyða jólunum með stór fjölskyldunni í stað þess að sitja heima og remast við að skrifa jólakort, drífa þau í póst og vona að viðtakandinn taki ekki eftir því hversu illa þau eru skrifuð, afþví að það þurfti að drífa þetta af?

Jólinn eru tími fjölskyldurnar er það ekki?

Kveðja Jónína Sif