Banani

föstudagur, september 09, 2005

Busun og ball!

Hæhæ, þá er maður búin að taka sér frí einn dag í skólanum útaf kvefi! ohh ég er að deyja úr kvef pirring...

En svona til að vera skemmtileg þá ætla ég að monta mig að tölvu kunnáttu minni. Ég náði stöðuprófi í unt 102 !!! sem þýðir að ég þarf ekki að mæta í þessa leiðilegu tíma oftar, aldrei!!! En fékk reyndar smá hjálp fyrir prófið....

Svo var busaballið á miðvikudaginn!!! Það var bara mjög fínt að og ýkt skemmtilegt nánast allan tíman, er með mar eftir pinna hæl á ristinni það var t.d ekkert voða gaman! En allvega ballið var haldið á Pravda og Sálin spilaði og söng. Uppi voru svo dj-ar og allt troðið þar og fólk að fríka yfir teknó og rappi.
Sem betur fer þurfti ég ekki að mæta í skólan fyrr en 13:00 daginn eftir annars hefði ég sennilega bara dáið úr þreytu! því þegar ég kom í skólan var fólk sofandi í öllum sófum og fram á borðin, meira að segja uppí tölvuveri.

En fyrr um daginn var busunin! um kl 10:00 vorum við busarnir sóttir í tíma og látnir skríða útum allan skólan og síðan var okkur skift í hólf á gólfinu kvk, kk og hk. Þar vorum við vætt með vatni og fólk látið synga og húlla og alskonar skemmtileg heit. Síðan var farið út og við látin drekka ógeðslegan drykk *hrollur* síðan fórum við í brekkuna á bakvið skólan, þar var búið að rúlla niður plasti og bleyta vel með vatni og sápu, reyndar var búið að bleyta allt frekar vel, slökkvuliðið mætti sko á svæðið og sá til þess. Allvega þegar við vorum búin a renna niður þessa blautu brekku áttum við að klifra upp á háan pall af brettum sem var búið að vefja inní plast og bleyta með vatni og sápu. Hoppa niður af því og skríða undir neti ganga á einhverri spýtu og labba í sunlaug! Jább við vorum orðnir nett blautir busar og fengum pylsur og gos þegar þetta var búið og fengum frí það sem eftir var dags til að þvo okkur og gera okkur sæt fyrir ballið!

kv Jónína sif

þriðjudagur, september 06, 2005

Þórsmörk Busaferð

Jæja, þá er það þórsmerkurferðin!

Um kl 9:00 var lagt af stað til Þórsmerkur í busaferð. Þetta voru uþb 160 manns sem fóru, nokkrir kennarar, nemendafélgaið og nýnemar. Þegar við vorum alveg að komast á áfangastað þá festist rútan sem ég var í útí miðri Krossá! Þarna vorum við föst í tæpan klukku tíma og máttum ekkert gera annað en að sitja og bíða, meðan vatnsborðið hækkaði stöðugt fyrir utan rútuna og vatnið flæddi inn. Það var orðið nokkuð ljóst að farangurinn væri orðin blautur og vel það. Rútan var farin að hallast ískyggilega loksins þegar hún var dregin upp af pallbíl, en áður var hann búinn að spóla heillengi.

Farangurinn var rennandi blautur!!!! Taskan mín sem var bara frekar létt þegar við lögðum að stað var orðin vel þung og blaut það bókstaflega lak úr henni og eins með svefnpokan og ekki í fyrsta skiftið sem hann festist í krossá... Ég náði sem betur fer að setja nánast allt í þurkara á svæðinu og fékk lánaða sæng og kodda.

Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og svo var drifið í hermanna leik þar sem þátttakendum er skift í sex heimsveldi sem eiga í stríði og þurfa að klára verkefni og ná lífum annarra. Þetta var rosalega skemmtilegt en erfitt því það var hlaupið upp og niður brattar brekkur í svona 2klst eða þanngað til að öll verkefnin voru búin og allir orðinir vel blautir og skítugir vegna rigningarinnar sem var komin. Sumir fóru svo í fótbolta en aðrir slöppuðu bara af. Um kvöldið var svo heljarinnar grillveisla og allir eða allvega flestir borðuð vel. Seinna um kvöldið var svo kvöldvaka sem nemendafélagið skipulagði. Hún heppnaðist vel og það var mikið hlegið og flestir skemmtu sér vel.

Um nóttina var svo vakað og kjaftað og sofið frekar lítið.

Síðan var lagt af stað í bæinn og við vorum komin í FÁ kl 16:00 allir frekar þreyttir og úldnir.

Kv Jónína Sif