Banani

fimmtudagur, mars 31, 2005

Breytingar

Hæhæ já svona smá vægilegar breytingar í gangi á síðunni, þið hafið kannski tekið eftir því??? Ég er neflilega að læra fult með góðri hjálp...

En ég ætla ekki að hafa þetta langt er neflilega búin að vera svo lengi í tölvunni og er orðið svo kalt á puttunum(verður svo kalt þegar ég skrifa á lyklaborðið)

Núna er ég að reyna að setja upp gestabók og teljara veit ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig en vonandi vel því ég veit að þið eruð óþreyjufull eftir að fá að skrifa í gestabók....

en bæ í bili

mánudagur, mars 28, 2005

Gleðikona í háska!!!!

Sorry meina Gleðilega Páska....:Þ

Vá þetta páskafrí hefur liðið alveg ótrúlega hratt og ég sem ætlaði að byrja að lesa og ná að lesa allvega þrjár náttfr. bækur hef ekki haft neinn tíma ég er nánast búin með eina og hálfnuð með aðra... Ekki alveg að ganga upp, er að pæla því þegar það er skólavika þá líða dagarnir alltaf svo hægt en kvöldin verða að engu, er þetta eitthvað með frítíma og að tíminn líður hratt??
En allvega þá var ég að koma heim frá systu en það var matarboð hjá henni og á boðstólnum var kalkún alveg ofsalega góður og svo mjúk súkkulaði kaka sem er mesta snill sem til er þegar talað er um súkkulaði kökur Reyndar byrjaði dagurinn með leyt að páskaeggi sem var næstum bráðið þegar ég fann það því það var staðsett fyrir ofan ofn og ég var frekar lengi að leita.... Jæja eftir að hafa borða smá af þessu eggi fékk ég ógeð og við pabbi fórum til Hönnu syst og fórum öll saman í labbitúr með hundana og aðsjálfsögðu hvolpana, ohh hvað ég væri til í að eiga einn.... en ætli ég fái það??? Ég gerði fleira í dag ég fór í bíó á The Mask 2 eða grímuna 2 því hún var á ísl með Gumma brjálað stuð eða .....
Jæja hef ekki meira í poka horninu að sinni bæbæ

þriðjudagur, mars 22, 2005

Byrjuð að læra....

Hæhæ jæja langt síðan ég hef bloggað en svona er þetta þegar maður hefur takmarkaðan tíma. Um helgina var ég á Akureyri að keppa. Okkur gekk svo sem ágætlega en vorum samt ekki að spila vel. Fyrsti leikurinn var á móti KA sem við töpuðum, við unnum hins vegar næstu tvo þ.e víking og hauka. Við sváfum í KA heimilinu með hauka stelpunum í herbeggi eða kannski frekar í sal... En ferðin var fín og ég mæli með Greifanum.

Ég er aðeins byrjuð að læra er búin að lesa ein kafla í náttúrufr ekkert smá dugleg... en hef ekki tíma í svona bull, þarf að fara koma mér heim og halda áfram að læra og fara svo á æfingu og síðan til Jóhönnu ;Þ

Ekki meira í bili kv Jónína Sif

miðvikudagur, mars 16, 2005

MS

Hæhæ langar að segja ykkur aðeins frá heimsókn minni í MS og þá meina ég ekki mjólkursamsöluna heldur Menntaskólan við Sund.

Þetta byrjaði allt þegar ég ákvað að fara með Jóhönnu og fleirum að skoða MS við urðum að koma okkur sjálf þangað og lögðum við Jóhanna af stað kl 15:31 en þá fór 112 áleiðis að lækjartorgi þar sem við skiftum yfir í 2 og þaðan uppí MS þetta ferðalga tók slatta tíma og vorum við koman um 16:20 mæting var hinsvega 16:40 svo við vorum þarna í 20.mín að skoða skólan sem var ágætt sá til dæmis útskriftar mynd af Ernu systur.
Jæja alvega þá kom Rektorinn eða skólastjórinn nú eða Sólameistarinn allt eftir því hvað maður vill kalla svona vitleysinga sem stjórna menntaskólum Fórum við síðan í fylgd með honum inn í eina kennslu stofuna og var boðið uppá eplasvala(afhverju fengum við ekki mjólk?) og karamellu kex, svona pínulítið eins við værum í leikskóla sem var frekar fyndið. Ég er reyndar verulega þakklát fyrir þetta kex því utanum það voru umbúðir. Málið er neflilega að ég dó næstum því úrleiðindum, þetta var sú allra leiðinlegast skólakynning sem ég hef farið í og það eru engar ýkjur. Mann greyið talaði og talaði og það var ekki séns að halda einbeyttningunni allan tíman og hlusta. Reyndar var eitt frekar fyndið hann var að sýna okkur heima síðu nemendafélgasins http://www.belja.is/ og sagðist ekki hafa hugmynd afhverju lukkudýr skólans væri belja... Halló MS = mjólkursamsalan... Ég sver manninum var alvara
En annars er það ekki fleira sem ég hef að segja núna Kv Jónína www.blog.central.is/jonasif

sunnudagur, mars 13, 2005

Hnullungar

Hæ jæja þá er maður komin úr vatnaskógi.

Það var ýkt gaman þótt það væri kalt eða kallast það ekki kalt þegar tankrem frýs inní húsi? Það gerðist í Gamalskál eða þar sem strákrnir sofa. Þar var gólfið líka svo kalt að tærna frusu næstum ef maður gekk á því. Í Birkiskála var samt fínt og fengu strákarnir að koma þangað að sofa í gær, sem er gaman frekar langt síðan stelpur og strákar sváfu í sama skála.

Ég, Sólveig og Sjöfn sáum um fyrstu kvöldvökuna sem var æði magnað tóta kíkti í heimsókn og svo var ,,ein lítil" dönsuð við góðar undir tektir og var gamliskál næstum hrunin án djóks, Ingunn og Gunga voru niðri þegar dansinn byrjaði og þær sáu loftið(sem er gólfið í salnum) fara í bylgjum, það kom ryk og drasl úr loftinu og veggirnir skulfu.

Diskóið í gærkvöldi var fínt þó það væri í styðsta lagi en stemingin var góð enda er talvan sem Gylfi og Benni eru með alveg hreint ótrúlegamögnuð með endalaust af skemmtilegum lögum og góðu forriti til að leita af lögum sem eru í henni.

Ég, Ingunn og Gunga lögðum svo snemma af stað í morgunn til að komast semma í bæin til að geta séð um barnamessu, en í Hjallakirkju áttu aðeins ég, Sólveig og Ingunn að sjá um hana.
Vegurinn frá þjóðveginum að vatnaskóg er ferkar slæmur svo Ingunn spurði konurnar í mötuneytinu hvort það væri til betri leið, og fékk það svar að það væri ágætt að keyra að einhverjum bóndabæ sem er þarna og þaðan útá þjóðveg. Við keyrðum eins og konurnar sögðu og komum að gatana mótum og völdum aðra leiðina við höfðum ekki keyrt lengi þegar við sáum skilti um að þessi gata/vegur væri lokaður í annan endan svo við snerum við og fórum hinn veginn.
Hann var ekkert djók risa steinhnullungar á veginum sem skröðpuðust undir bílinn, við Gunga til skiftis eða báðar reglulega út til að taka í burtu steina og þegar við tókum þá burt þá skildu þeir eftir sig risa holur. Það var geggjað rok þarna og stundum þá komst önnur okkar ekki út og í eittskiftið þá komst Gunga ekki út þannig að ég fór. (við sátum sitthvoru megin í bílnum) Rokið var svo mikið þarna að ég gat hallað mér fram án þess að detta og þá er ég ekkert að tala um að halla mér eitthvað smá heldur hallaði ég mér alveg heilan helling. Jæja þegar við vorum búnar að hrekjast þarna lengi og orðnar vonlitlar um að þetta tæki endi. En hvað haldið þið? við vorum bæn heyrðar og alltí einu sáum við hvað vegurinn fór batnandi en Adam var ekki lengi í paradís og alltí einu var vegurinn búinn! Þá voru góð ráð dýr því vegurinn var svo mjór að hann rétt rúmaði einn bíl og vegurinn var upphækkaður af gróti þannig að það voru svona 30cm niður af honum og í móan. Við náðum einhvernveginn að snúa okkur útúr þessu og keyra til baka og tók bara þetta ferðalag 40.mín og vegalengdin er svona 2-3km or some.

Við vorum nátturulega orðanar slatta seinar þegar við loksins komum uppí kirkju en klukkan var orðin 12:30 og við áttum þá eftir að gera annsi margt svo þetta hefur örruglega verðið ein verst undirbúna barnamessa sem hefur verið haldin. Ég og Sólveig áttum að leika Gullu gæs og Rebba ref og tókst það svona frekar illa því við mundum ekkert af því sem við áttum að segja...

En ég er farin að gera eitthvað viturlegra...
kv Jónína

föstudagur, mars 11, 2005

Wow

Bara góðan dagin og gleðileg jól....
eða ekki þar sem það eru ekki komin jól! er aðeins að rugla sem er gaman sko en þetta er allvega rugl sliðan mín hún Banabi.