Banani

laugardagur, ágúst 20, 2005

Menning í bakarameistaranum

Það er kannski ágætt að fara að tjá sig. En í kvöld hef ég ekki verið að fá menningu reykjarvíkurborgar beint í æð. Nei heldur sat ég heima. Reyndar fór ég og keyftir mér Bragaref með Jarðaberjum, bounty, og þrist og náði þannig að klára alla þá þörf fyrir menningunni í reykjavík á kvöldi sem þessu. Nei reyndar er þetta ekki satt, mig langar alveg slatta mikið niður í bæ, og var ég að enda við að tala í síman við Huldu en hún og Sunna og fleira fólk eru að skemmta sér ýktað vel og voru að spyrja hvort ég vildi ekki koma og vera með í stuðinu, en nei eins og kannski einhverjir vita þá er ég ekki með bílpróf og nenni ómögulega að fara að taka strædó niður í bæ, en samt langar mig! Reyndar er ég að fara að vinna á morgun þannig að það er kannski gáfulegra að hanga heima en að vera nirðrí bæ, en skít með það.

Vinnan, já kannski að ég komi með smá brot úr vinnunni, en í dag var svo mikið að gera að við höfðum varla tíma til að fá okkur kaffi. Það var endalaust af fólki. Svo eru sér þarfir fólks alveg ótrúlegar... ég var að afgreiða konu og hún vildi langloku. ,,Geturu tekið eggið í miðjunni?" (þetta var sem sagt langloka með eggjum og grænmeti og ég átti bara að taka einn eggjar bita í burtu...) ,,Viltu setja sósuna í þríhyrning?" Síðan vildi hún kaffi.. ,,Ég ætla að fá svart kaffi með mjólk, viltu hella mjólkinni í miðjan bollan?" ,,Getur sett kaffið í frauðbolla" (Ég var sem sagt búin að setja kaffið í venjulegan take away bolla, en ég gerði eins og hún bað) ,,Viltu hella kaffinu í take away bolla og setja sykur? (ég var sem sagt búin að hella kaffinu úr take away bolla í frauðbolla og þá þurfti ég aftur að hella kaffinu yfir í take away bolla)
Jámm svona er fólk skrítið...

Sterk appelsína.

Kv Jónína Sif

0 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home