Banani

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Skólinn

Hæhæ, ég er í skólanum á leiðinni í ensku en ákvað að stoppa við í tölvuverinu og blogga smá.

Þessu fyrstu dagara hafa bara verið góðir, svona þegar maður er farin að rata í stofurnar og þannig. Ég lenti neflilega í smá vandræðum fyrsta morguninn enda hef ég bara komið hingað tivsvar áður, til að ná í stunda skrá og skóla kynningu en þá fórum við bara inn í eina stofu því það voru próf. Allvega þá er ég hérna kl 8:10 á fullu að leita af stofunni en nei ég get bara ekki fundið hana. Þá ákveð ég að bara spyrja einhvern og í því kemur maður labbandi. Ég stoppa hann og spyr hvar A13 sé. Hann horfir á mig eins og ég sé bara eitthvað klikkuð og ég verð eins og asni og stama eitthvað, já ég held hún heiti það... Hann horfir á mig í smá stund og segir svo "Þú stendur fyrir framan hana" þá stóð ég beint fyrir framan stofuna og á hurðinni stóð A13 svo þegar ég opna hurðinna er það fyrsta sem ég sé vel fullorðin kona, ég lít á þá sem situr við hliðina á hennig og þar er önnur kona, þá lít ég aftast í stofuna og þar situr svo 25-27ára gamal gaur í leður jakka og illa úldin. Ég fer inn í stofuna en er alveg viss um að ég hljóti að vera á vitlausum stað. En eftir smá stund fara jafnaldrar mínir að streyma inn, mikill léttir fyrir mig!

En ég þarf að drífa mig í Ensku

See ya

Jónína Sif

2 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home