Banani

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Heima er bezt??

Jæja þá er maður komin heim. Eftir að hafa verið samtals 4.vikur í útlöndum...
Ég er samt ekkert í skýjunum yfir því. Það er rigning og rok hér, ýkt kalt og hráslaðalegt, meðan það er bara sól í canada. En það verður bara að hafa það þó að ísland sé ekki annars staðar t.d við miðbaug. Síðan segir líka máltakið ,,Heima er Bezt" en ég er ekki að gleypa alveg við því þó svo að ég sé ánægð með að vera farin að sofa í rúminu mínu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferðalag. Fyrst vorum við náttla í san fransisco og svo fórum við yfir til north vancover þar sem brósi býr. Þar gerðum við bara flest sem er skemmtilegt t.d Fór ég í æðisgengið tívolí og vatsrennibrauta garð, síðan var borðað, farið í moll, útí sveit, og bara allt. Ég gleymdi reyndar verslunar æðinu heima þannig að ég keyfti ekki mikið, fékk mér reyndar iPod og gemsa og ponku lítið af fötum og náði að eyða alveg helling aðalega útaf ipodum og símanum. Síðan er maturinn þarna endalaust góður og maður var alltaf að fá sér eitthvað djúsí. Síðan var ég ferkar dugleg við að smakka fullt af nýju nammi, og nýja drykki. Eiginlega allt sem ég smakkaði var með kanilbragði en það er nýjasta æðið hjá mér, ég tugði Big Red og annað svipað kanel tyggjó, fékk mér kanel kjálkabrjót, át kanel nammi og burstaði tennunar upp úr kanel tannkremi alveg þanngað til að hún Jóhanna Karen ákvað að reyna þrífa klósettið með því. Hún verður alltaf meira og meira krútt og er farin að tala alveg fullt núna. Henni fynnst æði að fikta í hárinu mínu og skipar mér að setjast svo hún geti gert mig fína. Kristjón situr bara og borsir og lætur fólk kikna í hnáliðunum, horfir á það með bláustu augum sem til eru og lætur mestu herfur brosa. Gummi og Amy urðu mjög góðir vinir þó þau geti nánast ekkert talað saman því hann talar bara íslensku og hún bara ensku. Luke er sterkasta barn í heimi, hann er ótrúlegur.

En nóg í bili.
Kveðja Jónína Sif
(nínó?!, NÍNÓ!, nína!... MAMMA! (Jóhanna Karen að kalla á mig))

P:S
Ég keyfti nýju Harry Potter bókina og las hana þarna úti, hún er bara frekar góð og gaman að segja frá því að loksins gerist eitthvað virkilega merkilegt. Einhver deyr og einhver drepur, sumir eru heimskir og aðrir í fílu, gamlar minningar eru rifjaðar upp og nú-tíminn gleymist, árið líður hratt og merkilegar ákvarðanir eru teknar, ástinn blómstrar en svo kemur haust.
Þetta var bókin í hnotskurn og þarf ekki að lesa meira. Reynar er komin heima síða með áfalla hjálp fyrir einlæga Potter aðdáendur sem urðu fyrir áfalli þegar var drepið og dáið ég bara get ekki sett slóðina inn því þá myndi ég segja frá því mikla leyndar máli. En ætli þetta hafi ekki ákveðinn tilgang allt saman. Alvega held ég að þetta hafi orðið að vera svona svo vinnur okkar Potter gæti sýnt sig og staðið sjálfur í næstu bók sem verður jafn framt sú síðasta.

5 Segðu...

  • segðu mér...

    Vá róleg á blogginu vinkona!
    Geggt góð lýsing á Harry Potter þú ættir að taka þetta aðþér :Þ

    kv Tinna

    By Anonymous Nafnlaus, at 08 ágúst, 2005 13:26  

  • segðu mér...

    Hæ vá ég verð að fá að vita þessa síðu hjá þér þúst um þann sem dó þvi ég er alveg í sjokki :'( meina ég átti ekki alveg von á essu sko.

    Btw þá þekki ég þig ekki neitt, en góð síða ef kíkt á hana áður, ég á enga svonna síðu bara eikkað bull á folk og eikkað. Vó Marr ég er bara að skrifa ritgerð...

    en btw þá mátt alveg setja slóðina inn.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10 ágúst, 2005 22:46  

  • segðu mér...

    prófessor dumbledore deyr!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 17 ágúst, 2005 13:14  

  • segðu mér...

    AHHHHHHHH!!!!!

    Skamm bann,

    Hvernig vogaru þér að láta þetta útúr þér?

    By Blogger Banani, at 18 ágúst, 2005 23:40  

  • segðu mér...

    Já það var ótrúlega vont alveg ýkt, samt bara að láta deyfa því ég var deyfð svo mikið að augað var bara stjórnlaust, ýkt fyndið!

    By Blogger Banani, at 20 ágúst, 2005 22:53  

Skrifa ummæli

<< Home