Banani

sunnudagur, júní 12, 2005

Hvað á maður að velja?

Hæhæ, vá hvað það er langt síðan ég bloggaði, það hefur allavega ýmislegt gerst. Nú í fyrstalagi þá er ég hætt í grunnskóla og framhaldsskóli blasir við. Það er samt aðal samt aðal vandamálið þessa dagana ég veit neflilega ekki í hvaða skóla ég ætla. Mig langar í MH og í FÁ og ég veit ekki alveg hvort ég vil velja svo annað ég veit ekki hvort mig langi á félagsfræðibraut eða náttfr. ég er nokkuð vissum að það sé skemmtilegra í félagsfræðinni en samt sem áður er ég ekki viss um að það sé það sem mig langi. Úff þetta er erfitt svo veit ég ekki hvað að þriðja tungumál mig langar að læra; Frönsku, spænsku eða Þýsku.

En ég verð að fara að ákveða mig því umsóknar fresturinn er til 14.jún enn þá á eg einmitt afmæli, 16 ára pía!

Kv Jónína Sif

1 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home