Banani

sunnudagur, júní 05, 2005

Hlaupa garpurinn ég

Jæja þá er maður bara að klára grunnskólan !!!! Útskriftin er á miðvikudaginn og þá erum við laus. Ætli maður muni sakna skólans? ég meina, þúst maður hefur farið þangað á hverjum morgni eða svo til í 10.ár...?

Í gær samt eiginlega fyrradag(á föstudaginn sem sagt) fór ég ekkert voða seint að sofa en hugsaði samt að á morgun skildi ég sofa út í orðsins fylstu merkingu. Svo vakna ég og hvað haldið þið að klukkan sé ? hún er 9:40! Pabbi var þá komin út og byjaður að skrapa málingu af glugganum mínum! Ég var ýkt pirruð og gargaði eitthvað á hann svo hann hætti á glugganum mínum og fór að vesenast eitthvað annað sem fram kallaði alveg jafn mikinn hávaða, en ég náði samt að sofan aftur. Klukkan 10:30 byrjuð þessi líka læti og ég bara vissi ekki hvað var í gangi. Var þá Helgi ekki kominn og var að bróta innan úr veggnum á baðinu! urrg hvað ég var pirruð en ég ætlaði að sofa út þannig að ég vafði sænginni yfir hausinn og reyndi að deifa hljóðið. Svo náði ég að sofan aftur í smá stund eða þanngað til 10:40 þá byrjaði Helgi aftur. En með einskærri þrjósku lá ég í rúminu og hálf svaf til 11:40 en þá fékk ég nóg og fór fram og var ýkt fúll í svona 5.mín útaf þessu. Þá fattaði ég að það var geðveikt gott veður úti og fór í gott skap.

13 km... Á föstudaginn var ég ýkt dugleg. Ég fór út að labba með Maríu um hádegið og svo kl 3 fór ég að sækja Jóhönnu Karen til dagmömmunar en hún býr í breiðholti. Jóhanna var æst að fá að halda í Maju sína og hélt í hana allan tíman og spjallaði við hana... *ýkt sætt* Síðan þegar við komum heim fórum við út og fórum að taka til í kofanum sem endaði með því að ég var komin með garðslönguna að smúla kofan að innan. Síðan fór ég á æfingu. Ég og Brynja mættum einar kl 5 og fórum af stað, við áttum sem sagt að hlaupa niður í hamaraborg og til baka!! Svo þegar við komum aftur og þá áttum við að hlaupa tvo litla hringi. Þegar það var búið héldum við að við værum búnar enda vorum við orðnar nett þreyttar. En nei yndið hún Díana lét okkur hlaupa annan hring niður í Hamraborg og það á tíma!!! VÁ! hvað þetta var erfitt mig langaði mest að leggjast í jörðina og gráta eða eitthvað bara, allvega hætta að hlaupa en ég hélt samt áfram og loksins þegar við komum að Digró aftur þá var ég orðin svo tilfinnigar laus í fótunum að ég flaug bara áfram, og þegar ég stoppaði gat ég varla staðið í lappirnar. En vá hvað ég var samt ánægð að hafa klárað þetta. Við hlupum seinni hringinn á 16 mín sem er ágætt. Alls var þetta hlaup 7,1 Km og svo um daginn var ég búin að labba einhverja 6 km allvegana. Samtals voru þetta þá 13km...

En ég held ég fari að fara að sofa og setja mér það markmið að ná að sofa út í fyrramálið :D

Bið að heilsa að sinni.
Kv Jónína Sif

P.s ég á afmæli eftir 9 daga !!!!!

2 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home