Banani

sunnudagur, maí 22, 2005

Ferðin

Jæja eftir samræmdu fórum við í ferð á krókinn.

Ferðin var í hnotskurn bara rútuferð plús svefn,sund og flúðar siglingar stopp.
Ferðin byrjaði þannig að við vorum öll sem ætluðum að fara búin að koma okkur ágætlega fyrir í rútunni og vorum að leggja af stað þegar alltí einu var áhveðið að hætta við að fara með þessari rútu, þannig að allt var rifið út og rútu bílstjórinn var eitthvað fúll greyið eða reyndar bara eins og hann er alltaf... málið er neflilega að hann hefur keyrt okkur áður og það var þegar við fórum í Þórsmörk... ágæt ferð :D
Allvega það kom ný rúta sem var ekki alveg eins flott og hin en bílstórinn var skárri. Við lögðum svo af stað klukku stund seinna en áætlað var. Síðan var keyrt og keyrt og keyrt og stoppað í Brú og keyrt á Krókinn, eða Sauðarkrók. Þar var farið út við félagsheimilið Ljósheimar og allir fóru inn með dótið sitt og náðu í sund dótið og fóru í rútuna og í sund. Sundið var ágætt, Ingunni var hent útí í öllum fötunum og varð náttla rennandi blaut. Síðan var farið í rútu og upp í Ljósheima.

Um kveldið var snædd pizza og síðan máttum við gera það sem okkur langaði eða svona næstum, ég ákvað að fara í HA leikinn og misti röddina en er að fá hana aftur núna.

Á fimmtudaginn fórum við svo í rútu og í river rafting fyrst þurftum við að stoppa í varmahlíð þar sem fyrir tækið er til staðar. Þar fórum við í ýkt sexy Þurrbúninga.... og svo út í rútu og að ánni, Jökulsá vestari. Þar fórum við í bátana og sátum eins og við værum í rútu þeas tveir og tveir hlið við hlið í röð. Þetta var samt ágætis skemmtun og gætinn okkar var mjög fínn og við lentum ekki í neinu veseni allvega ekki eins og sumir sem sprengdu bátinn sinn......

Ég ákvað að hoppa útí og prófa hversu mikill þurrbúningur þetta væri og komst að þeirri niður stöðu að þetta gæti alveg eins heitið blautbúningur, þvi ég varð rennandi blaut...
Eftir þessa miklu siglingu fórum við í rútuna og aftur upp í varmahlíð og fórum úr búningunum og fengum kakó. Síðan útí rútu aftur og heim með stoppi í Brú þar sem við fengum unaðslega hamborgara.

Rútan góða var sennilega tekin af rusla haugunum það var þykkt lag af ryki í henni og hún stoppaði uppá miðri heiði og vatskassin bilaði.
En þetta var góð ferð enga að síður:D

Um helgina var ég bara heima raddlaus....
kv Jónina sem er að fá röddina aftur....

Btw hvað skrifaði ég oft rúta?

4 Segðu...

Skrifa ummæli

<< Home